_MG_1483_crop.jpg

  > >  Í verkum mínum hef ég þróað ákveðið myndmál sem á uppruna sinn í almannarými þar sem línu- og litmerkingar eru notaðar til að skilgreina ýmis konar kerfi og regluverk. Ég sæki innblástur í þessar birtingarmyndir skipulags; afmörkuð svæði á borð við flugvelli, akbrautir og bílastæði, og í litríkan tákn- og myndheim íþrótta og leikja. Þessu stofnanalega myndmáli er gefið nýtt hlutverk þegar það er fært inn í samhengi myndlistarinnar, þar sem ég legg áherslu á að vinna með liti, línur og form. Í vinnustofunni geri ég verk á pappír með blýöntum, gouachemálningu og límböndum og geri módel þar sem ég máta hugmyndir við ýmis konar rými. Þegar kemur að því að sýna verk í ákveðnu rými vinn ég með efni úr þessum hugmyndabanka. Ég nota límbönd til að teikna á veggi og gólf og smíða strúktúra úr við og miða að því að skapa rýmisupplifun þar sem verkin spila saman við aðstæður, hlutföll og einkenni sýningarýmisins hverju sinni. 

  > >  Seeking inspiration in rules and organization, I base my work on signs and markings associated with various areas where color and line are used to define spaces ranging from playgrounds and sports stadiums to airfields, roads and parking areas. From the institutional imagery described above I have developed a personal visual language, where I work with elements of color, line and form. In my studio I focus on making works on paper and small scale models, where I experiment with plans for three-dimensional work and installations. When it comes to making an exhibition, I use colored tape to draw on walls and floors and build wooden structures. I aim to create a spatial experience where my work interacts with the proportions and characteristics of the exhibition space.